Brynjar Már Ellertsson lék með unglingalandsliði Íslands í badminton í Danmörku nýverið.
Skagamaðurinn efnilegi lék á Danish Junior mótinu sem fram fór í Farum. Alls tóku 12 íslenskir keppendur þátt og léku þeir í þremur aldursflokkum. Brynjar Már keppti í flokki U-17 ára í einliða, tvíliða og tvenndarleik.
Í einliðaleiknum náði Brynjar Már að vinna leiki í riðlakeppninni en hann komst ekki upp úr riðlinum – en það var niðurstaðan hjá öllum keppendunum frá Íslandi. Hann keppti síðan í tvíliðaleik með Andra Broddasyni, en sá leikur var jafn þar sem þeir félagar töpuðu naumlega, 18-21 og 20-22.
Brynjar Már lék og í tvenndarleik með Katrínu Völu Einarsdóttur og tapaðist sá leikur 12-21 og 10-21.
Landsliðin voru þannig skipuð:
U15
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
Gústav Nilsson TBR
Steinþór Emil Svavarsson BH
U17
Halla María Gústafsdóttir BH
Katrín Vala Einarsdóttir BHAndri Broddason TBR
Brynjar Már Ellertsson ÍA
U19
Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH
Þórunn Eylands TBR
Elís Þór Dansson TBR
Eysteinn Högnason TBR