Dúxinn úr FVA – Karólína Andrea stefnir á læknisfræðina

„Draumurinn hefur alltaf verið læknisfræði svo stefnan er klárlega sett þangað. Seinna myndi ég svo vilja sérmennta mig á einhverju sviði læknisfræðarinnar,“ segir Karólína Andrea Gísladóttir við Skagafréttir.

Karólína Andrea, sem er aðeins 18 ára gömul, sýndi afburða námsárangur í námi sínu í Fjölbrautaskóla Vesturlands – en hún útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðabraut þann 26. maí s.l. Skagakonan efnilega er fædd 28. september árið 1999.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness afhendir hér Karólínu Andreu námsstyrkinn.

Karlólína Andrea svaraði nokkru laufléttum spurningum frá Skagafréttum.

Af hvaða braut útskrifaðist þú?
Útskrifaðist af náttúrufræðibraut.

Hvaðan ertu af landinu?
Ég er fædd og uppalin á Akranesi.

Helsti kostur FVA?
Allt þetta æðislega fólk sem finnst í skólanum, bæði nemendur og starfsfólk, er einn helsti kostur FVA.

Besta minning úr FVA?
Útskriftin er efst í huga, algjörlega frábær dagur. Annars er dimmisjon og opnir dagar líka mjög ofarlega á lista.

Hver eru áhugamál þín?
Ferðalög eru það skemmtilegasta.

Hvað hræðist þú mest?
Köngulær eru það hræðilegasta á plánetunni jörð, hræðist ekkert meira en þær.

Hvaða FVA nemandi er líklegastur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Arnór Sigurðsson mun klárlega ná langt í boltanum, hann er því líklegastur.

Hver var fyndnastur í FVA?
Stórmeistarinn Hjördís Brynjarsdóttir er sú allra fyndnasta, alveg klárt mál.

Hvað sástu síðast í bíó?
Það var nýja Marvel myndin, Avengers: Infinity War.

Hvernig var þín upplifun af mötuneytinu í FVA?
Virkilega góð, starfsfólkið þar og maturinn til fyrirmyndar. Pabbi sá líka um kostnaðinn svo ég naut enn betur
🤤

Auglýsing



Hver er þinn helsti galli?
Ég á það til að ofhugsa hlutina.

Hvaða þrjú öpp eru eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Instagram og Spotify

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
Ég myndi allavega reyna að auka fjölbreytni í framboði valáfanga. Svo myndi ég lengja opnu dagana. Það er svo mikilvægt að fá smá tilbreytingu frá þessu hefðbundna kennsluformi.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Jæja.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Nemendur mættu vera duglegri að taka þátt í viðburðum. Félagslífið var samt mun sterkara þetta árið heldur en hin tvö árin sem ég hef verið í skólanum. Sterkt nemendafélag og virkir klúbbar eru að öllum líkindum ástæðan fyrir því.

Hver er best klædd/ur í FVA?
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir kemur þar sterk inn. Annars kann ég líka að meta fataval Ylfu Arkar!

Eftirlætis:
Kennari: Vá mjög erfitt að gera upp á milli allra kennara minna, þau eru öll frábær!
Sjónvarpsþættir: Klárlega Grey´s Anatomy, þetta var aldrei spurning.
Kvikmynd: Hef séð þær margar góðar en She´s the man er í uppáhaldi þessa dagana.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Kaleo eða my guy Júníus Meyvant.
Leikari: Hilary Swank er ansi frábær.

Auglýsing



Vefsíður: Held ég verði að segja Netflix. Hver elskar ekki gott netflix&chill?

Flíkin
: Allt frá Nike bara.

Skyndibiti
: Gló er minn staður.

Hvaða lag fílar þú í laumi?

Erfið spurning, segi samt More than a feeling.

Ættartré:
Foreldrar: Gísli Páll Oddson og Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir.
Systkini: Oddur Gíslason (2001) og Rannveig María Gísladóttir (2007).
Ömmur og afar: Oddur Gíslason, Björnfríður Sigríður Björnsdóttir, Gunnar Ólafsson og Rannveig Sturlaugsdóttir.

Auglýsing