Hetjuleg barátta Kára gegn Víkingum

„Ég er svekktur að hafa ekki náð að landa sigri. Við fengum á okkur mark snemma í síðari hálfleik og ég er sannfærður um að við hefðum landað sigri í venjulegum leiktíma ef okkur hefði tekist að koma í veg fyrir það mark,“ sagði Lúðvík Gunnarsson þjálfari Kára við Stöð 2 sport eftir 3-4 tap liðsins í gegn Pepsideildarliðinu Víkingi úr Reykjavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í kvöld.

Káramenn sýndi styrk sinn gegn gestunum úr Reykjavík í fyrri hálfleik þar sem heimamenn skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í Akraneshöllinni.

Fjölmenni mætti á leikinn og gríðarleg stemning var þegar leikmenn Kára sýndu allar sínar bestu hliðar en liðið leikur í 2. deild – sem er þriðja efsta deild á Íslandsmótinu.

Ragnar Már Lárusson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kára og jafnaði metin. Páll Sindri Einarsson og Andri Júlíusson bættu við mörkum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 3-1 fyrir Kára.

„Það er léttir að geta farið héðan með sigur og vera í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Við mættum hér vel þjálfuðu og skipulögðu liði,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings við Stöð 2 sport eftir leikinn.

Gangur leiksins er hér fyrir neðan en vefþjónusta urslit.net sá um uppfærsluna.