Þessi gæji maður! – Ísólfur fyllir Eldborgina með endurkomu Írafárs

Ísólfur Haraldsson hefur svo sannarlega hitt á slagæð menningarlífsins á Íslandi.

Skagamaðurinn er með fangið fullt af verkefnum alla daga.

Ísólfur er maðurinn sem stendur á bak við endurkomu hljómsveitarinnar Írafárs.

Rúmlega 4000 áhorfendur munu upplifa Írafár um þessa helgi í  Eldborgarsal í Hörpunni.

Írafár hefur ekki komið fram í 13 ár og er gríðarlegur áhugi á endurkomu hljómsveitarinnar.

Þetta er í þriðja sinn sem Ísólfur nær að fylla Eldborgarsal Hörpunnar. Hann stóð að tónleikum Dúmbó og Steina þar sem færri komust að en vildu í Eldborgarsalnum.