Góður sigur Kára gegn Tindastól – Andri með þrennu

Kári heldur áfram að gera góða hluti í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðið lagði Tindastól frá Sauðárkróki 5-2 í dag í Akraneshöllinni. Andri Júlíusson reimaði á sig skotskóna í dag og skoraði þrennnu. Gylfi Brynjar Stefánsson skoraði eitt mark og Páll Sindri Einarsson einnig.

Kári er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimm umferðir. Afturelding og Völsungur eru í tveimur efstu sætunum með 13 stig, Þróttur úr Vogum er með 12 stig líkt og Kári.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt úr leiknum í dag sem ÍA TV tók saman – en leikuinn var í beinni útsendingu á Youtube rás ÍA TV.