Myndasyrpa: Akranesleikarnir í sundi í Jaðarsbakkalaug

Rúmlega 300 keppendur mættu til leiks á eitt stærsta sundmót ársins sem fram fór í Jaðarsbakkalaug um helgina.

Akranesleikarnir hafa skipað sér í fremstu röð sem viðburður fyrir yngra sundfólk landsins.

Keppnin fór fram í 30. sinn í blíðskaparveðri á Akranesi um helgina.

Skagafréttir mættu á svæðið í upphitun fyrir 11 ára eldri á sunnudaginn og hér má sjá nokkrar myndir frá Akranesleikunum.