Í dag er hátíðardagur hjá sjómönnum um land allt. Sjómannadagurinn er enn með sterka hefð á Akranesi þrátt fyrir að margt hafi breyst á undanförnum árum og áratugum.
Í dag var mikið um að vera í Akraneshöfn og við hafnarsvæðið var boðið upp á margt sem vakti áhuga gesta sem voru fjölmargir. Þyrla frá landhelgisgæslunni mætti á svæðið og setti á svið björgun úr sjó.

Að venju vakti heimsóknin mika athygli. Gísli Guðmundsson var á svæðinu og tók þetta myndband.
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing