Þórður tryggði ÍA sigur og Árni varði víti

Skagamenn halda áfram góðri siglingu í Inkasso-deild karla. Liðið vann Fram 1-0 á útivelli í kvöld. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði markið.

Fram fékk vítaspyrnu í leiknum sem Árni Snær Ólafsson markvörður og fyrirliði varði.

Með sigrinum er ÍA með 13 stig líkt og HK sem er í efsta sæti en betri markatölu.

Bæði liðin hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu. Næsti leikur ÍA er gegn ÍR á Norðurálsvellinum föstudaginn 8. júní.

Auglýsing 

Auglýsing