Stærsti ærslabelgur Akraness hefur fengið heimili við suðurhlið Akraneshallarinnar. Í dag var ærslabelgurinn blásinn upp og eins og sjá má var yngri kynslóðin hæstánægð með framtak Akraneskaupstaðar.
Ærslabelgurinn er 100 fermetrar að stærð og kostaði verkefnið 2,5 milljónir kr.
Sambærilegri belgir hafa verið settir upp víðsvegar um landið, m.a. í fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Stokkseyri, Dalvík, Keflavík og svo lengi mætti telja.
Belgirnir koma frá Danmörku og hafa reynst vel á þeim stöðum sem þeir hafa verið settir upp.
Auglýsing