Sjónvarpsstöðin N4 hefur á undanförnum árum verið með skemmtilega þætti um lífið og tilveruna í ýmsum bæjarfélögum.
Að Vestan er þáttur sem Hlédís Sveinsdóttir stýrir og í síðasta þætti var Fjöliðjan á Akranesi í kastljósinu.
Rætt er við Ástu Pálu Harðardóttur yfirþroskaþjálfa hjá Fjöliðjunni, Helga Ólafsdóttir leiðbeinandi segir frá tilurð gróðurhúss sem er nýjung á vinnustaðnum og ýmislegt fleira fróðlegt kemur fram í þessum þætti.
Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Auglýsing