Pistill: Tveir „lækþumlar“ á Akraneskaupstað

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar:

Það er staðreynd að landsmenn nær og fjær hafa minni áhuga á stjórnmálum – hvort sem það eru sveitastjórnarmál eða á landsvísu. Kjörsókn undanfarinna ára segir allt sem þarf að segja um stöðuna. Ungt fólk mætir vart á kjörstað og áhugaleysið skín í gegn hjá mörgum öðrum aldurshópum.

Akraneskaupstaður er með áhugaverða nálgun og framsetning í kynningu á fjárhagsáætlun bæjarsins fyrir árið 2018. Og að mínu mati hitta stjórnendur Akraneskaupstaðar í mark með þessari nálgun.  Gerð hafa verið fjögur kynningarmyndbönd um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018.

Myndböndin eru nýung í upplýsingastreymi fyrir bæjarbúa og verkefnið gengur undir nafninu  „Í hvað fara krónurnar okkar?“

Myndböndin veita upplýsingar um einstaka málaflokka innan stjórnsýslunnar, þ.e. skipulags- og umhverfismál, menningar- og safnamála, skóla- og frístundamál, velferðar- og mannréttindamál, stjórnsýslu- og fjármál og atvinnu- og ferðamál.

Akraneskaupstaður fær tvo „lækþumla“ upp fyrir þetta framtak frá okkur hér á skagafrettir.is.

Auglýsing