SkagaTV: Hannesi markverði Íslands er margt til lista lagt

Það styttist í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu karla, þar sem Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson, er á meðal leikmanna.

Félagi hans í landsliðinu, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, er margt til lista lagt. Það má sjá í þessari auglýsingu frá Coca-Cola – sem landsliðsmarkvörðurinn leikstýrði.

Það tók 7 mánuði að setja þetta allt saman og útkoman er listilega vel gerð auglýsing sem kveikir neistann í þeim sem halda með Íslendingum á HM.

Tökustaðirnir voru margir og má þar nefna San Fransisco, Reykjavík, Hveragerði, Sandgerði, á Ísafirði og Akureyri.

Auglýsing