Skaginn 3X hagnast um 340 milljónir – 37% aukning á milli ára

Rekstur hátæknifyrirtækisins Skagans 3X gengur vel og hagnaður fyrirtækisins var um 340 milljónir kr. á árinu 2017. Hagnaðurinn jókst um 37% á milli ára. Frá þessu er greint í Markaðnum, í Fréttablaðinu í dag. 

Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hefur lag­t til að á þessu ári verði allt að 340 millj­ónir króna greiddar í arð til­ hlut­hafa, félags­ins IÁ Hönn­un­ar, en það er í eigu Ing­ólfs Árna­son­ar, ­stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra Skag­ans, og eig­in­konu hans.

Á vef Kjarnans kemur eftirfarandi fram: 

Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 90 ­manns við hönn­un, þróun og fram­­leiðslu. Fyr­ir­tækið hefur verið burð­­ar­rás í atvinn­u­­lífi á Akra­­nesi frá stofn­un, en fyr­ir­tækið hyggur á mik­inn vöxt á næstu miss­er­um. Það hlaut nýsköp­un­ar­verð­laun í fyrra og hefur lengi verið meðal helstu tækni­fyr­ir­tækja hér á landi, þegar kemur að lausnum fyrir sjáv­ar­út­veg og mat­væla­iðn­að.
Veltan var um 5,7 millj­arðar króna á árinu borið saman við 4,3 millj­arða árið 2016, að því er fram kemur í nýbirtum árs­reikn­ing­i þess, sem vitnað er til í umfjöllun Mark­að­ar­ins.

Auglýsing



Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skaginn 3X og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Mynd/aðsend.