Nýtt HM lag frá Skagasveitinni Kajak – „Gullið kemur heim“

Almúgadrengirnir Sigurmon Hartmann Sigurðsson og Hreinn Elíasson hans í hljómsveitinni Kajak sendu í dag frá sér nýtt íslenskt stuðningslag HM 2018. Það er taktfast, grípandi og fullkomin leið til að koma sér í HM gírinn.

„Fyrir rúmri viku síðan vorum við að vinna í litlum lagastúf sem fór síðan alltaf meir og meir að hljóma eins og fótboltasöngur þannig við slógum til og ákvaðum að semja HM lag til stuðnings íslenska landsliðinu,“ segir í tilkynningu frá Kajak.

„Gullið kemur heim“ er komið á YouTube og væntanlegt á Spotify og aðrar tónlistarveitur um helgina.

Kajak á ættir að rekja á Akranes.

Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurður Jónssonar knattspyrnumanns –
sem eru bæði búsett á Akranesi.

Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.

Auglýsing