Hvað er um að vera á Akranesi á 17. júní?

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur á Akranesi í dag 17. júní. Það er fjölbreytt dagskrá víðsvegar um bæinn í tilefni dagsins.

Má þar nefna að skrúðgöngu sem hefst kl. 14.00 við Tónlistarskólann við Dalbraut en gengið verður að Akratorgi. Þar verður margt í boði á milli 14:15-16.00 og má þar nefna ávarp fjallkonu, Kór Akraneskirkju leiðir þjóðsönginn og flytur ættjarðarlög, bæjarlistamaður Akraness 2018 heiðraður og fjölmörg tónlistaratriði

Í kvöld verða einnig áhugaverðir tónleikar á Smiðjuloftinu við Smiðjuvelli 17 þar sem Travel Tunes fjölskyldan Valgerður, Þórður og Sylvía flytja úrval af íslenskum þjóðlögum og sönglagaperlum.

Dagskráin í ár er eftirfarandi:

10:00-13:00 Þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu:

 • Byggðasafnið í Görðum opið frá kl. 10:00-17:00, frítt inn
 • Opnun fyrstu sýningar í nýju sérsýningarrými, Bærinn okkar – Fjallið okkar
 • Opnun ljósmyndasýningar í tengigangi, Horfnir tímar – vinkonur
 • Gestir í þjóðbúningi fá glaðning
 • Alltaf gaman með leiki milli kl. 11:00-13:00
 • Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra teyma undir börnum milli kl. 12:00-13:00
 • Andlitsmálun
 • Blöðrur og annað 17. júní dót til sölu
 • 10:00-18:00 Akranesviti opinn, frítt inn
 • Saga vitanna á Akranesi á jarðhæð.
 • Lífið Zoe, málverkasýning Péturs Bergmann Bertol á annari og þriðju hæð.
 • 13:00-14:00 Akraneskirkja, hátíðarguðsþjónusta
  • Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Hjördís Brynjarsdóttir nýstúdent frá FVA flytur ræðu.
 • 14:00 Skrúðganga
  • Gengið verður frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut undir dynjandi takti Skólahljómsveitar Akraness. Gangan endar við Akratorg.
 • 14:15-16:15 Dagskrá á Akratorgi:
  • Fánahylling í umsjón Skátafélags Akraness
  • Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir flytur hátíðarræðu.
  • Ávarp fjallkonu
  • Kór Akraneskirkju leiðir þjóðsönginn og flytur ættjarðarlög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar
  • Bæjarlistamaður Akraness 2018 heiðraður
  • Fjölmörg tónlistaratriði
  • Stoppleikhópurinn, Hans klaufi
  • Dansatriði frá Dansstúdíó Írisar
  • Dansatriði frá FIMA
  • Dagskrá líkur með heimsókn frá Latabæ sem er áætluð uppúr kl. 16:00
 • 14:00-17:00 Safnaðarheimilið Vinaminni – Hátíðarkaffisala 
  • Kaffisala kirkjunefndar Akraneskirkju. Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 6-12 ára. Athugið að enginn posi verður á svæðinu.
 • 14:00-18:00 Merkurtún
  • Hoppukastalar fyrir börnin.
 • 20:00 Smiðjuloftið Smiðjuvöllum 17 
  • Travel Tunes fjölskyldan Valgerður, Þórður og Sylvía flytja úrval af íslenskum þjóðlögum og sönglagaperlum. Miðaverð: 2.000 krónur. Pantanir í síma 623-9293 eða á [email protected]

Auglýsing