MIMRA Roadtrip Tour í Dularfullu búðinni í kvöld

Í kvöld fara fram áhugaverðir tónleikar í Dularfullu búðinni þar sem þriggja kvenna bandið Mimra mun leika fyrir gesti og gangandi.

Hljómsveitin hefur verið á tónaleikaferðalagi um Ísland undanfarnar vikur en verkefnið fékk nafnið MIMRA Roadtrip Tour. María Magnúsdóttir er í hljómsveitinni en hún starfar undir listamannanafninu MIMRA.

Með henni eru Sylvía Hlynsdóttir sem er frá Akranesi og Jara Holdert  sem gengur undir listamannanafninu JARA.

„Við höfum farið víða um landið á þessu ferðalagi og tónleikarnir verða alls 11 á aðeins 13 dögum. Með tónleikunum erum við að fylgja eftir plötunni Sinking Island sem kom út seint á síðasta ári og hefur verið vel tekið. Tónlist MIMRU er einlæg og aðgengileg folk popptónlist. Við höfum ferðumst saman í bíl, gist í hjólhýsi og tjaldvagni á þessu ferðalagi, fólk hefur fylgst með okkur gegnum myllumerkið #MimraRoadtripTour,“ segir María við Skagafréttir.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 í kvöld og kostar 2.000 kr. inn. MIMRA verður í Akranesvita kl. 17 í dag með Pop Up tónlistaratriði og eru allir velkomnir.

Nánar hér:

Miðar verða til sölu við hurð og á tix.is

www.mimramusic.com

www.jara.nu

Auglýsing