Faxaflóamót í siglingum fór fram á Akranesi

Það var mikið um að vera á Akraneshöfn um helgina þar sem að NOR Faxaflóamótið í siglinum fór fram.

Keppnin skiptist í þrennt: sigldur var einn leggur frá Reykjavík til Akraness, tæplega ellefu sjómílna leið, og síðan til baka sömu leið á sunnudaginn. Á laugardeginum var hafnarkeppni uppi á Akranesi.

Keppnin veitir stig til Íslandsbikarsins og er opin öllum kjölbátum með gilda IRC-forgjöf.

Hér má sjá myndband frá keppninni sem Hjalti Sig. tók.

Auglýsing