Valdís Þóra náði góðum árangri í Tælandi

Valdís Þóra Jónsdóttir náði fínum árangri á sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi. Skagakonan endaði í 19. sæti á móti sem fram fór í Tælandi.

Valdís, sem keppir fyrir Golfklúbbinn Leyni var í 33. sæti fyrir lokahringinn og vann hún sig upp um 14 sæti á lokahringnum.  Valdís Þóra, sem er íþróttamaður Akraness 2017, lék hringina fjóra á (71-71-74-70).

Kanyalak Preedasuttijit frá Tælandi sigraði á þessu móti á -15 samtals.

Auglýsing