Það var góð mæting í viðburð sem árgangur 1968 á Akranesi hélt í gær á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni.
Tilefnið var að árgangurinn fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og var viðburðurinn tileinkaður Sigursteini Gíslasyni sem fæddist þann 25. júní árið 1968.
Sigurliðið: Ágúst Valsson, Ragnar Valsson, Þorlákur Halldórsson og Árni Þór Hallgrímsson en þeir tveir síðastnefndu eru í 1968 árganginum frá Akranesi.
Steini Gísla, eins og hann var ávallt kallaður, lést langt fyrir aldur fram aðeins 43 ára að aldri. Golfmótið sem fram fór í gær var haldið í tilefni afmælisdags Steina Gísla.
Mótið átti upphaflega að fara fram 24. júní s.l. en því var frestað vegna veðurs – en í gær var ekkert sem stöðvaði keppendur í því að leika golf í erfiðum aðstæðum.
Að sjálfsögðu var rok og rigning á meðan mótið fór fram og stöðugleiki íslenska sumarsins 2018 er með eindæmum góður. Þrátt fyrir það skemmtu keppendur og aðrir gestir sér vel. Rúmlega 50 keppendur mættu til leiks.
Verðlaunin í mótinu voru glæsileg, þar sem mörg fyrirtæki og einstaklingar lögðu hönd á plóginn. Þar má nefna, Vinir Hallarinnar, Orkan, Galito, Verslunin Bjarg, Gamla Kaupfélagið, Verslunin Nína, Nían veitingahús og KKarlsson.
Sigurvegarar mótsins voru þeir Ragnar Valsson, Ágúst Valsson, Þorlákur Halldórsson og Árni Þór Hallgrímsson. Keppnisfyrirkomulagið var fjögurra manna Texas Scramble.
Hér fyrir neðan má myndsyrpu frá mótinu.