Heiðar Mar sýnir snilld sína í nýju myndbandi við lag Valgerðar

„Ég er gífurlega ánægð með myndbandið sem mér finnst ná að fanga alveg þessa einlægu stemmningu sem er í laginu. Þetta er textamyndband með mjög flottri grafík, ég vona að fólk prófi að syngja með því lagið er mjög grípandi,“ segir Valgerður Jónsdóttir um nýtt myndband við lag hennar Minningar morgundagsins sem hún gaf út nýverið.

Myndbandið er eftir Heiðar Mar Björnsson kvikmyndagerðarmann á Akranesi.

„Það inniheldur mjög skemmtilegar gamlar klippur frá Akranesi í bland við nýjar, enda fjallar textinn um það koma aftur á æskuslóðirnar, í þessu tilfelli á Akranes,“ bætir Valgerður við en lagið er komið á spilunarlista hjá RÚV.

„Ég hvet Skagamenn nær og fjær til þess að hafa samband við útvarpsþætti á RÚV og biðja um að lagið sé spilað. Það er líka ágæt kyning fyrir Írska daga á Akranesi,“ segir Valgerður.

Auglýsing