Golfstjarna Skagans afhenti verðlaun á meistaramóti yngri kylfinga

Á þriðja tug yngri kylfinga úr Golfklúbbnum Leyni lét veðrið ekki hafa áhrif á þátttöku þeirra á Meistaramóti klúbbsins sem fram fór 9. og 10. júlí.

Íþróttamaður Akraness 2017, atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, afhenti verðlaunin á lokahátíð sem fram fór á golfskálanum við Garðavöll.

Fyrirkomulag á meistaramóti var punktakeppni með forgjöf og voru helstu úrslit eftirfarandi:

2×6 holur á litla Garðavelli stúlkur
1. Lena Björk Bjarkadóttir

2×9 holur á Garðavelli, styttri teigar, drengir

1. Birkir Hrafn Samúelsson, 55 punktar
2. Guðlaugur Þór Þórðarson, 52 punktar (betri á seinni níu)
3. Arnar Gunnarsson, 52 punktar

2×9 holur á Garðavelli, styttri teigar, stúlkur

1. Vala María Sturludóttir, 58 punktar
2. Elín Anna Viktorsdóttir, 48 punktar
3. Viktoría Vala Hrafnsdóttir, 20 punktar

2×9 holur á Garðavelli, rauðir teigar drengir

1. Tristan Freyr Traustason, 23 punktar
2. Bragi Friðrik Bjarnason, 22 punktar
3. Hilmar Veigar Ágústsson, 17 punktar

2x9holur á Garðavelli, rauðir teigar stúlkur

1. Elsa Maren Steinarsdóttir, 25 punktar

2x18holur á Garðavelli, rauðir teigar drengir 14 ára og yngri

1. Daði Már Alfreðsson, 63 punktar
2. Kári Kristvinsson, 62 punktar (betri á seinni níu)
3. Franz Bergmann Heimisson, 54 punktar

2×18 holur á Garðavelli, gulir teigar drengir 15-16 ára

1. Björn Viktor Viktorsson, 62 punktar
2. Ingimar Elfar Ágústsson, 56 punktar
3. Þorgeir Örn Bjarkason, 47 punktar

Auglýsing



      

Auglýsing