Skagamenn fá gosbrunn á ný og listaverkið „Stúlku með löngu“

Það muna margir Skagamenn eftir tjörninni og listaverkinu sem var í Skrúðgarðinum við Kirkjubraut 8. Listaverkið hét „Stúlka með löngu“ og var á sínum tíma eitt af kennileitum Akraness.

Skipulags -og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt þá tillögu að endurvekja gosbrunnin og tjörnina sem setti svip sinn á þetta svæði.

Á fundinum var farið yfir framkomnar tillögur og verður listaverkið endurgert og tjörnin sett á sinn stað á ný. Listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal gerði upphaflegu styttuna.

Áætlaður kostnaður við verkefnið er 550.000 kr.

Auglýsing