Jónína Erna er nýr skólastjóri Tónlistarskóla Akraness

Jónína Erna Arnarsdóttir er nýr skólastjóri Tónlistarskóla Akraness. Staðan var auglýst í byrjun júní og voru 10 umsóknir um stöðuna, einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka í ráðningarferlinu. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar.

Jónína Erna er með burtfarar- og kennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Cand Mag próf frá Griegakademiunni í Bergen. Hún hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Hún hefur verið deildarstjóri við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún hefur setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar í átta ár, sat einnig í mennningarnefnd Borgarbyggðar í átta ár og þar af fjögur ár sem formaður nefndarinnar. Var verkefnastjóri Borgfirðingarhátíðar í tvö ár.

Stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar IsNord í tíu ár. Jónína hefur einnig setið í stjórn Snorrastofu, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í stjórn Faxaflóahafna.

Auglýsing