Oliver Stefánsson er með íslenska U-18 ára landsliði karla í knattspyrnu sem er í æfinga-og keppnisferð í Lettlandi.
Ísland vann heimamenn frá Lettlandi í fyrsta leiknum 2-0 þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson skoruðu mörkin.
Oliver kom ekkert við sögu í þessum leik en hann fær eflaust tækifæri í næsta verkefni Íslands í þessari ferð. Ísland mætir Lettum á ný á laugardaginn, 21. júlí.
Hópurinn er þannig skipaður:
Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik
Andri Fannar Baldursson | Breiðablik
Teitur Magnússon | FH
Egill Makan Þorvaldsson | FH
Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir
Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir
Valgeir Lunddal Friðriksson | Fjölnir
Mikael Egill Ellertsson | Fram
Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta
Brynjar Snær Pálsson | Kári
Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík
Finnur Tómas Pálmason | Þróttur
Vuk Oskar Dimitrijevic | Leiknir R.
Andri Lucas Gudjonsen | Real Madrid
Guðmundur Axel Hilmarsson | Selfoss
Oliver Stefánsson | ÍA
Arnór Ingi Kristinsson | Stjarnan
Þórður Gunnar Hafþórsson | Vestri
Auglýsing