Sjáðu glæsilegt sigurmark Arnórs fyrir Norrköping

Arnór Sigurðsson heldur áfram að minna á sig í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Skagamaðurinn ungi skoraði sigurmark Norrköping í gær gegn Elfsborg á 8. mínútu.  Þetta var þriðja mark Arnórs í deildinni.

Norrköping er í þriðja sæti deildarinnar eftir 14 umferðir með 30 stig líkt og Hammarby, en AIK er efst með 33 stig.

Arnór var valinn í lið umferðarinnar.

Ættartréð:
Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir eru foreldrar Arnórs.

Systkini Arnórs eru Ingi Þór og Sunna Rún.
Afi og amma Arnórs í föðurætt eru Sigursteinn Hákonarson a.k.a Steini í Dúmbó og Sesselja Hákonardóttir. Áki Jónsson og Sunna Bryndís Tryggvadóttir eru einnig afi og amma Arnórs.

Auglýsinghttp://localhost:8888/skagafrettir/2017/09/21/arnor-talar-saensku-eldar-mat-og-thrifur-eins-og-fagmadur/

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/25/arnor-faer-mikid-lof-fra-fyrirlida-norrkoping/