Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, hefur tryggt sér sæti á Opna breska meistaramótinu. Mótið fer fram á Royal Lytham & St Annes Golf Club á Englandi 2.- 5. ágúst.
Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu, sem fram fór í fyrra.
Valdís Þóra verður þar með annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á Opna breska meistaramótinu í kvennaflokki.
Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar á meðal keppenda á Opna skoska meistaramótinu sem hefst fimmtudaginn, 26. júlí. Valdís Þóra getur því ekki mætti á Íslandsmótið í golfi sem hefst á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Skagakonan varð Íslandsmeistari í fyrra í annað sinn á ferlinum.
Mótið í Skotlandi er hluti af LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaröðinni – sem eru sterkustu atvinnumótaraðirnar í heiminum.