Fasteignasalan HÁKOT 25 ára – „höldum ótrauð áfram veginn“

Fasteignasalan HÁKOT fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 23. júlí. Hjónin Daníel Rúnarsson og Halla Ingólfsdóttir opnuðu fyrst að Kirkjubraut 17.

Kirkjubrautin hefur skipað stóran sess hjá fyrirtækinu því á 25 árum hefur HÁKOT verið á þremur stöðum við Kirkjubrautina og einnig við Skólabraut 21.

„Við viljum þakka öllum viðskiptin og samskiptin á þessum 25 árum og höldum ótrauð áfram veginn í bæjarfélagi sem hefur dafnað og stækkað vel á þessum árum,“ segja Daníel og Halla í færslu á fésbókinni. Dóttir þeirra, Hrefna Dan, sem starfar með föður sínum í þessu fagi hrósar þeim „gamla“ í hástert í færslu á fésbókarsíðu sinni.

 

„Við fögnuðum 25 ára afmæli fasteignasölunnar í dag 🎊 Gæðablóðið hann pabbi minn er búin að vera ansi lengi í bransanum og þvílíkur fagmaður fram í fingurgóma sem hann er, kóngurinn🤴🏻 .. hann er mín fyrirmynd í starfi og stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta nám, því mig langar jú að verða nákvæmlega eins og pabbi þegar ég verð stór ❤“ – skrifar Hrefna Dan.

Auglýsing