Danskur liðsstyrkur til ÍA – Jeppe Hansen samdi út leiktíðina

ÍA hefur samið við danska framherjann Jeppe Hansen og mun framherjinn leika með ÍA út leiktíðina. Hansen er samningsbundinn Keflavík og er hann á lánssamningi hjá ÍA.

Hansen er 29 ára gamall og hann hefur leikið með þremur íslenskum liðum í Pepsi-deildinni, Stjörnunni, KR og Keflavík.

Hann hefur leikið 89 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 34 mörk. Hann lék 11 leiki með Keflavík á þessari leiktíð án þess að skora mark. Hansen skoraði 15 mörk fyrir Keflavík í fyrra í Inkasso-deildinni þegar Keflavík tryggði sér sæti í efstu deild.

Næsti leikur ÍA er gegn Þór frá Akureyri á föstudaginn á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Auglýsing