Íslands- og bikarmeistarar ÍA 1983 voru heiðursgestir á upphitun Sterkra Skagamanna fyrir leik ÍA og Þórs á föstudag.
Stór hluti liðsins mætti, að ógleymdum Herði Helgasyni þjálfara og Valdísi Ármann Þorvaldsdóttur,ekkju Sigurðar Lárussonar.
Jón Gunnlaugsson sem er allajafna með söguupprifjun á upphitunum Sterkra Skagamanna fyrir heimaleiki ÍA fjallaði um gengi liðsins árið 1983.
Svo komu Hörður Helgason og Guðjón Þórðarson upp og lýstu keppnisanda og baráttukrafti liðsins.
Hörður var með stílabók þar sem hann sagðist hafa allar upplýsingar um leikmenn liðsins 1983, svo sem niðurstöður úr vigtunum og öðru slíku, sem hann gæti þó ekki upplýst um opinberlega vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Siggi Donna hélt þrumuræðu um að kominn væri tími á fleiri meistaratitla á Skaganum og uppskar mikið klapp.
Sterkir Skagamenn stefna að því að bjóða fleiri meistaraliðum sem heiðursgestum á upphitanir í framtíðinni – og svo er hafinn undirbúningur að golfmóti félaga.
Nánari upplýsingar um félagsskapinn Sterkir Skagamenn.
Hörður Helgason og Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Hörður Helgason, Guðjón Þórðarson og Jón Gunnlaugsson.
Frá vinstri: Hörður Helgason sem var þjálfari ÍA árið 1983, Smári Guðjónsson, Sveinbjörn Hákonarson, Sigþór Ómarsson, Björn H. Björnsson, Valdís Ármann Þorvaldsdóttir, Guðjón Þórðarson, Hörður Jóhannesson, Júlíus P. Ingólfsson, Sigurður Halldórsson og Gunnar Sigurðsson sem var formaður ÍA á þessum tíma.