Arnór Smárason til Lilleström í Noregi

Arnór Smárason mun leika með Lillestrøm í Noregi út leiktíðina og er hann á lánssamning frá Hammarby í Svíþjóð.

Lillestrøm er þekkt félag í Noregi og margir Íslendingar hafa komið  þar við sögu. Þar á meðal Skagamaðurinn og vinur Arnórs, Björn Bergmann Sigurðarson.

Skagamaðurinn er 29 ára gamall. hann hefur verið hjá Hammarby frá árinu 2016 og skoraði hann 9 mörk í 60 leikjum.

Arnór hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliði Hammarby að undanförnu. Hann lék 29 leiki af alls 30 í fyrra í efstu deild. Arnór hefur glímt við meiðsli á þessu tímabili.

Arnór hefur komið víða við á ferlinum og verður Noregur fimmta landið sem hann býr í sem atvinnuknattspyrnumaður.

Arnór á yfir 200 leiki í Hollandi (Heerenveen), Danmörku (Esbjerg), Rússlandi (Torpedo Moskva) og Svíþjóð (Helsingborg, Hammarby).

 

Auglýsing