Gulir og glaðir Skagafeðgar á lokahringnum í Eyjum

Kristófer Orri Þórðarson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, vakti athygli á lokakeppnisdegi Íslandsmótsins í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum.

Guli Skagaliturinn var í aðalhlutverki í keppnisfatnaði Kristófers Orra enda á hann ættir að rekja á Akranes. Að sjálfsögðu valdi hann að vera gulur og glaður þegar mest á reyndi á lokahringnum.

Faðir hans er Þórður Már Jóhannesson, en Þórður var aðstoðarmaður Kristófers í Eyjum.

Amma og afi Kristófers Orra í föðurætt eru þau Herdís Þórðardóttir og Jóhannes S. Ólafsson – sem hafa kryddað matarmenningu Skagamanna með Mönsvagninum.

Kristófer Orri lét að sér kveða á mótinu eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann er fæddur árið 1997 og er því 21 árs. Hann endaði jafn í 4.-5. sæti á -4 samtals og hélt þar uppi heiðri Skagamanna á þessu Íslandsmóti.

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi.

1. Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)
4.-5. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69-69-68) 276 högg (-4)
4.-5. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69-68) 276 högg (-4)
6.-7. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72-68) 278 högg (-2)
6.-7. Gísli Sveinbergsson GK -4 F 34 36 70 0 69 67 72 70 278 -2

Alls tóku 130 keppendur þátt á Íslandsmótinu í Eyjum og komu þeir frá 17 klúbbum víðsvegar af landinu. Golfklúbburinn Leynir var ekki með fulltrúa á þessu Íslandsmóti.

Golfklúbbur Reykjavíkur GR 35
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar GKG 25
Golfklúbburinn Keilir GK 20
Golfklúbbur Mosfellsbæjar GM 14
Golfklúbbur Vestmannaeyja GV 9
Golfklúbbur Akureyrar GA 9
Golfklúbbur Selfoss GOS 3
Golfklúbbur Setbergs GSE 2
Golfklúbbur Suðurnesja GS 2
Golfklúbburinn Hamar Dalvík GHD 2
Golfklúbbur Fjallabyggðar GFB 2
Golfklúbbur Borgarness GB 2
Nesklúbburinn NK 1
Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík GJÓ 1
Golfklúbbur Hellu GHR 1
Golfklúbbur Hveragerðis GHG 1
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs GFH 1