Verslunarmannahelgin fer vel af stað – allavega hjá starfsfólki Fjöliðjunnar á Akranesi.
Þar ríkti mikil gleði þar sem gítarspil og söngur einkenndi stemninguna á þessum frábæra vinnustað.
Starfsfólk Fjöliðjunnar hafði nýlokið við að pakka gríðarlegu magni af hinu eina sanna Prins Póló súkkulaðikexi – og er óhætt að segja að vinsældir þess nái hámarki nú um Verslunarmannahelgina.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá Fjöliðjunni í morgun þar sem að lagið Traustur vinur var sungið af innlifun.