Skagamaðurinn Jakob tvöfaldur Íslandsmeistari

Hestamaðurinn frá Akranesi, Jakob Svavar Sigurðsson, heldur áfram að safna í verðlaunasafnið sitt – sem er ansi stórt miðað við glæsileg afrek hans á undanförnum árum.

Jakob fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum um s.l. helgi á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Reykjavík.

Jakob og hesturinn Júlía frá Hamarsey fengu 9,39 í einkunn í tölti sem skilaði þeim gullverðlaunum.
Í samanlagðri keppni í fjórgangi stóðu þau einnig uppi sem sigurvegarar.

Auglýsing