Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, eru úr leik á Opna breska meistaramótinu, í golfi.
Mótið fer fram á hinum sögufræga Royal Lytham & St Annes Golf Club á Englandi 2.- 5. ágúst.
Klúbbmeistari Leynis og íþróttamaður Akraness, lék ´a73 og 77 höggum eða +6 samtals. Hún var fimm höggum frá því að komast áfram á lokakeppnisdagana.
Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu, sem fram fór í fyrra.
Á vefsíðu Golfsambandsins varfylgst með gangi mála eins og sjá má hér fyrir neðan.
Auglýsing