Lið frá ÍA í verðlaunasætum á Vildjaberg Cup

Leikmenn 3. fl. kvenna í knattspyrnu stóðu fyrir sínu á alþjóðlegu móti sem fram fór í Vildjaberg í Danmörku.

Lið ÍA í keppni U18 ára endaði í þriðja sæti og U16 ára lið ÍA endaði í öðru sæti.

Frábær árangur hjá efnilegum leikmönnum ÍA.

Alls léku lið ÍA 17 leiki á mótinu, og aðeins einn þeirra tapaðist í venjulegum leiktíma, í tveimur leikjum réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni og liðin fengu aðeins 3 mörk á sig í 17 leikjum.

 

Auglýsing