Skagamaðurinn Oliver Stefánsson skoraði sigurmark Íslands í 2-1 sigri liðsins gegn Færeyjum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum. Markið hjá Oliver má sjá hér fyrir neðan en markið kom á lokasekúndum leiksins.
Kristall Máni Ingason skoraði fyrra mark Íslands.
Næsti leikur Íslands er á þriðjudaginn gegn liði Kína, og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Oliver er ekki eini Skagamaðurinn í þessu liði en nánar má lesa um það í þessari frétt hér fyrir neðan.
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/04/ungir-skagamenn-i-landslidsverkefni-ksi-i-faereyjum/
Auglýsing