Skemmtiferðaskipið Panorama leynir á sér – sjáðu myndirnar

Skemmtiferðaskipið Panorama hefur verið reglulegur gestur í Akraneshöfn á þessu ári. Um er að ræða þriggja mastra seglskip sem getur siglt allt að 11 sjómílu á klst. með vélarafli.

Skipið var á Akranesi í gær en það mun alls koma 14 sinnum í Akraneshöfn á þessu ári. Skipið er í reglubundnum siglingum við Ísland.

Panorama siglir undir gríska fánanum en það er rúmlega 52 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.

Panorama var smíðað árið 1991 og er það tæplega 200 tonn og burðargetan er um 670 tonn.

Panorama er með 24 káetur og geta 49 farþegar verið um borð í einu. Í áhöfninni eru 16-18 manns.

Panorama við Akranesbryggju mánudaginn 7. ágúst 2018

Nánar um skipið hér:

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá aðbúnaði farþega á Panorama – og eins og sjá má er þar allt til alls.