Bjarni Ólafsson AK landaði 6.400 tonnum í júlí – „snýst ekki um heppni“

„Sum­ir vilja meina að við höf­um verið heppn­ir en þetta snýst ekk­ert um heppni held­ur lagni og þol­in­mæði,“ seg­ir Skagamaðurinn Gísli Run­ólfs­son, skip­stjóri á Bjarna Ólafs­syni AK í viðtali á vef Síldarvinnslunnar.

Bjarni Ólafs­son AK kom með full­fermi til Nes­kaupstaðar alls fjór­um sinn­um í júlí­mánuði og aflaði þannig tæp­um 6.400 tonn­um.

Þá landaði Börk­ur NK 5.400 tonn­um, Beit­ir NK 3.300 tonn­um og önn­ur skip út­gerðar­inn­ar 2.300 tonn­um.

Góð kol­muna­veiði var í ís­lenskri lög­sögu í júlí síðastliðnum, og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar bár­ust henni alls 17.400 tonn til vinnslu.

Að sögn Gísla hefur veiðin gengið fram­ar von­um og áhöfn skips­ins fyllt lest­ina í aðeins fimm til sex hol­um.

Skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafa nú gert hlé á kol­munna­veiðum og snúið sér til mak­ríl­veiða.

Bjarni Ólafsson AK 70 hét áður Fiskeskjer frá samnefndri útgerð í Noregi.  Skipið var smíðað í Noregi 1999 og er 67,40 metrar á lengd og 13 metra breitt. Aðbúnaður um borð er mjög góður og skipið er búið fullkomnustu tækjum, m..a. fullkominni RVS kælingu.

Gamli Bjarni Ólafsson var byggður í Noregi 1978 og bar þá nafnið Libas. Útgerðin á Akranesi keypti skipið 1998 og reyndist það mjög vel, en er komið hátt á fertugsaldurinn. Flestir skipverjarnir hafa verið hjá fyrirtækinu í 15-35 ár.
Skipstjórar á Bjarna Ólafssyni eru þeir bræður Gísli og Runólfur, synir Runólfs Hallfreðssonar heitins og Ragnheiðar Gísladóttur.

Þegar Síldarvinnslan og SR-mjöl runnu saman í eitt fyrirtæki undir merkjum Síldarvinnslunnar árið 2003 fylgdu ýmis hlutdeildarfyrirtæki SR-mjöls með. Eitt þessara fyrirtækja var Runólfur Hallfreðsson ehf. og síðan má segja að Bjarni Ólafsson hafi átt sína aðra heimahöfn í Neskaupstað.

Gísli Runólfsson í brúnni á Bjarna Ólafssyni

 

Regína Ástvaldsdóttir fyrrum bæjarstjóri afhendir skipstjórum Bjarna Ólafssonar blómvönd þegar nýja skipið lagðist að bryggju á Akranesi. Frá vinstri: Regína, Gísli Runólfsson, Runólfur Runólfsson og Ólafur Adolfsson sem var á þessum tíma formaður bæjarráðs Akraness.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af veiðum hjá Bjarna Ólafssyni.

Auglýsing