Skagamenn hafa látið að sér kveða með U16 ára landsliði Íslands á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Færeyjum.
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í gær í 2-1 sigri liðsins gegn Noregi.
Þar með tryggði Ísland sér sæti í úrslitaleik mótsins. Oliver Stefánsson er einnig í þessu liði og Hákon Haraldsson var einnig valinn en gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.
Oliver og Ísak hafa báðir skorað fyrir Ísland í þessu móti.
Liðið mætir Finnlandi í úrslitaleiknum, en hann fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.
Auglýsing