Ísak tryggði Íslandi titilinn í Færeyjum – sjáðu markið!

Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson tryggði Íslandi 1-0 sigur í framlengingu gegn Finnum í dag í úrslitaleik opna Norðurlandamótsins í Færeyjum. Ísak skoraði með góðum skalla eftir aukaspyrnu.

Þetta var annað mark Ísaks í mótinu en Ísland tapaði ekki leik í Færeyjum.

Oliver Stefánsson, leikmaður ÍA og frændi Ísaks Bergmanns, var einnig í byrjunarliði Íslands – en hann tryggði Íslandi sigur í fyrsta leik mótsins.

Hákon Arnar Haraldsson úr ÍA var einnig valinn í þetta landslið en hann gat því miður ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Þeir eru systrasynir og náfrændur.
Foreldrar Olivers eru Magnea Guðlaugsdóttir og Stefán Þórðarson. Foreldrar Ísaks eru Jófríður María Guðlaugsdóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson.