Kylfingar úr Leyni náðu fínum árangri á Íslandsmóti golfklúbba

Kylfingar úr Leyni á Akranesi náðu fínum árangri á Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór um helgina.

Á Garðavelli á Akranesi kepptu Leynismenn í efstu deild við marga af bestu kylfinga landsins. Leynir endaði í 7. sæti af alls 8 liðum og héldu sæti sínu á meðal þeirra bestu.

Neðsta liðið féll úr hverri deild en alls var keppt í sex deildum víðsvegar um landið.

Kvennasveit Leynis var hársbreidd frá því að komast upp úr 2. deild en leikið var í Vestmannaeyjum. Heimakonur í GV höfðu betur og komust upp í efstu deild – en GL og GV voru með jafnmörg stig í efsta sæti, en voru með betri árangur í innbyrðisviðureigninni gegn GL.

Sveit Leynis: Hildur Magnúsdóttir, Bára Valdís Vilhjálmsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Elín Dröfn Valsdóttir, Klara Kristvinsdóttir og Hulda Birna Baldursdóttir.

Frá vinstri: Ingi Fannar Eiríksson, Hróðmar Halldórsson, Kristján Kristjánsson, Hannes Marinó Ellertsson, Stefán Ólafsson, Willy Blumenstein, Kristvin Bjarnason, Þórður Emil Ólafsson, Björn Viktor Viktorsson og Alexander Högnason.

Keilir fagnaði sigri í efstu deild karla og GR í efstu deild kvenna. 

Golfklúbburinn Keilir sigraði í 1. deild karla og Golfklúbbur Reykjavíkur í 1. deild kvenna. Þetta er í 15. sinn sem Keilir fagnar þessum titli í karlaflokki en í 20. sinn sem GR sigrar í efstu deild kvenna. Þetta er fjórða árið í röð þar sem GR vinnur titilinn.

GK og GM léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla á Garðavelli á Akranesi, Keilir hafði betur 3/2. GR sigraði GKG í leik um þriðja sætið 3/2.

GK og GR léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. GR sigraði 3/2 í úrslitaleiknum og var þetta fjórða árið í röð þa sem GR fagnar titlinum. Og þetta var í 20. skipti alls sem GR vinnur þetta mót. GKG varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leik um þriðja sætið.

Úrslit úr öllum deildum, neðsta liðið í hverri deild fellur.

Lokastaðan í 1. kvenna 2018

GR Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í 20. skipti alls.

1⃣ GR
2⃣ GK
3⃣ GKG
4⃣ GM
5⃣ GS
6⃣ GO
7⃣ GSS

Lokastaðan í 2. kvenna 2018 – GV fagnaði sigri með betri innbyrðisstöðu gegn GL en báðir klúbbar voru með 11 vinninga í riðlakeppninni.

1⃣ GV
2⃣ GL
3⃣ GFB
4⃣ NK
5⃣ GOS
6⃣ GHG

Lokastaðan í 1. deild karla 2018

1⃣ GK
2⃣ GM
3⃣ GR
4⃣ GKG
5⃣ GA
6⃣ GJÓ
7⃣ GL
8⃣ GSE

Lokastaðan í 2. deild karla 2018 
Golfklúbbur Suðurnesja fer upp í 1. deild
1⃣ GS
2⃣ GV
3⃣ GKB
4⃣ NK
5⃣ GÍ
6⃣ GO
7⃣ GOS
8⃣ GFB

Lokastaðan í 3. deild karla 2018 – Golfklúbbur Öndverðarness fer upp í 2. deild
1⃣ GÖ
*Sigruðu á 20. holu í bráðabana
2⃣ GH
3⃣ GB
4⃣ GEY
5⃣GVS
6⃣ GG
7⃣ GSS
8⃣ GN
Golfklúbbur Norðfjarðar fellur í 4. deild

Lokastaðan í 4. deild karla 2018 – Golfklúbbur Hveragerðis fer upp í 3. deild
1⃣ GHG
2⃣ GSG
3⃣ GÞ
4⃣ GBO
5⃣GF
6⃣ GFH
7⃣ GMS
8⃣ GVG