SkagaTV: Stór hluti Efnisgeymslunnar féll með látum

Skagamenn eru hættir að horfa á Netflix og annað skemmtiefni í sjónvarpi ef marka má áhuga þeirra á niðurrifi Sementsverksmiðjunnar.

Ingi B. Róbertsson var með puttann á púlsinum í kvöld þegar hann tók upp þetta myndband og birti í beinni útsendingu á fésbókinni.

Vestari gafl Efnisgeymslunnar gaf sig á endanum eftir að stórvirkar vinnuvélar höfðu unnið sitt verk.

Myndbandið segir alla söguna.

Auglýsing