Jermelle Fraser verður þjálfari og leikmaður körfuknattleiksliðs ÍA næsta vetur ef allt gengur að óskum. Félagið hefur komist að munnlegu samkomulagi við Bandaríkjamanninn sem mun koma til landsins í september. Fraser er fæddur árið 1987 og hefur á undanförnum misserum þjálfað í Malmö í Svíþjóð með góðum árangri.
Fraser mun þjálfa yngri flokka ÍA ásamt því vera spilandi þjálfari hjá meistaraflokki ÍA. Jón Þór Þórðarson og Jermelle Fraser munu sjá um yngri flokka þjálfun ÍA en mikill vöxtur hefur verið í því starfi á undanförnum misserum.
Meistaraflokkur ÍA mun leika í 2. deild Íslandsmótsins og fá ungir leikmenn félagsins gott tækifæri að sýna sig og sanna undir stjórn þjálfarans Jermelle Fraser.
Auglýsing