Grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum mun breytast mikið

Það eru margir sem leggja leið sína í Byggðasafniðí Görðum á hverju ári. Þar er hægt að kynna sér sögu Akraness og nágrennis.

Safnið var opnað árið 1959 og hefur grunnsýning safnsins dregið fram áherslur úr sögu útgerðar, landbúnaðar, heimilishalds og þjóðlífs á svæðinu.

Til stendur að opna nýja grunnsýningu í lok ársins 2019 í tilefni 60 ára afmælis safnsins.

Skagamenn nær og fjær, og aðrir gestir, geta upplifað núverandi grunnsýningu safnsins allt fram til 15. september á þessu ári. Að þeim tíma liðnum verðu hafist handa við endurbætur og nýjar áherslur lagðar fram í lok næsta árs eins og áður segir.

Opið er  á Byggðasafninu í Görðum alla daga á milli 10-17 fram til 15. september.

Safnið er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar.

Auglýsing