Knattspyrnufélagið leitar að nýjum yfirþjálfara yngri flokka

Knattspyrnufélag ÍA leitar að nýjum yfirþjálfara yngri flokka félagsins.

Lúðvík Gunnarsson hefur gegnt þessu starfi frá því í nóvember á síðasta ári en hann tók við af Jóni Þóri Haukssyni.

Í auglýsingu KFÍA segir m.a. að félagið leiti eftir kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér yfirþjálfara starf félagsins.

Þjálfarar félagsins eru um 30 og þetta gott tækifæri fyrir réttan aðila að taka þátt í að þróa og móta framtíð KFÍA.