Guðmundur, Helgi og Logi í landsliðshóp fyrir EM í hópfimleikum

Skagamennirnir Guðmundur Kári Þorgrímsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Logi Örn Axel Ingvarsson eru í landsliðshóp Íslands sem keppir á Evrópumótinu í hópfimleikum. Þeir keppa allir fyrir Stjörnuna en hófu ferilinn með Fimleikafélagi Akraness, ÍA.

Evrópumótið fer fram í Lissabon í Portúgal 17.-20. október 2018 og keppa Guðmundur, Helgi og Logi í blönduðu liði fullorðinna.

Mikil samkeppni var um sæti í landsliðshópunum.  Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar í byrjun verkefnis, 110 iðkendur frá 8 félögum komust í úrvalshópa.

Alls eru 69 iðkendur sem komust í landsliðshóp sem hefur æft saman síðan í lok júlí.

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar hafa nú valið í landslið sem samanstanda af 14 manna hópum en 12 munu keppa í Portúgal í október.

Guðmundur Kári Þorgrímsson.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson.
Logi Örn Axel Ingvarsson

 

Auglýsing