Maren og Unnur skutu ÍA í toppbaráttuna á ný – sjáðu mörkin

Maren Leósdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoruðu glæsileg mörk fyrir ÍA í 2-0 sigri liðsins gegn toppliði Fylkis í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu.

Maren skoraði strax á 4. mínútu með glæsilegu langskoti.

Staðan var 1-0 í hálfleik og Unnur Ýr bætti við öðru marki ÍA rétt fyrir leikslok með góðu skoti úr vítateignum eftir snarpa sókn Skagakvenna.

Með sigrinum náði ÍA að blanda sér á ný í baráttuna um tvö efstu sætin sem tryggja sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

ÍA er í þriðja sæti með 31 stig á eftir Keflavík og Fylki.

ÍA á þrjá leiki eftir í deildinni.

2. september – Sindri – ÍA
9. september – ÍA – Afturelding/Fram
14. september – Hamrarnir – ÍA

Auglýsing