Skagamenn eru enn á toppnum í Inkasso-deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn HK í toppslag deildarinnar á föstudagskvöld.
Það er óhætt að segja að ÍA hafi fengið færin til þess að skora gegn Kópavogsliðinu. Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá ÍA sem markvörður HK varði.
Skagamenn eru með 40 stig á toppi deildarinnar en HK er með 39 stig.
ÍA leikur næst gegn botnliði Magna um næstu helgi en ÍA á fjóra leiki eftir í deildinni.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa úr leik ÍA og HK sem skagafrettir.is tóku.