Leikmenn Kára og forsvarsmenn félagsins söfnuðu góðum minningum í ferð liðsins austur í Fjarðabyggð þar sem liðið lék gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði.
Andri Júlíusson skoraði sigurmark Kára úr vítspyrnu í fyrri hálfleik og með sigrinum heldur Kári áfram að gera atlögu að efstu sætum deildarinnar – og liðið á enn góða möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina.
Káramenn tileinkuðu Arnari Dór Hlynssyni sigurinn en hann hefði fagnað 39 ára afmæli sínu þann 25. ágúst. Arnar Dór lést 14. september á síðasta ári eftir erfið veikindi – en hann var einn dyggasti stuðningsmaður liðsins.
Leikmenn Kára skoðuðu sig um á leiðinni eins og sjá má á þessum myndum sem félagið birti á fésbókarsíðu sinni.
Kári er í þriðja sæti deildarinnar en tvö efstu liðin fara upp í Inkasso-deildina.
Leikirnir sem Kári á eftir eru:
2. september – Kári – Höttur
9. september – Völsundur – Kári
14. september – Víðir – Kári
22. september – Kári – Vestri
Auglýsing