Þá er það ákveðið! – Strompurinn verður rifinn

Bæjarbúar á Akranesi hafa á undanförnum misserum fylgst vel með gangi mála hvað varðar framtíð Sementsstrompsins.

Nú er ljóst að það styttist í að strompurinn verði felldur.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum samhljóða tillögu þess efnis að Sementsstrompurinn verði fjarlægður.

Formlegt ferl fer nú í gang þar sem að tillögur að breytingum á deiliskipulagi verða sendar til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar.

 

 

Auglýsing